Hall­steinn Sigurðsson

Fern­ingar I

Breidd:

140 cm

Hæð:

190 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1973

Verkið er staðsett við Stekkjarbakka í Breiðholti. Í verkinu er að finna leik með samsetningu forma þar sem listamaðurinn notar mislanga og breiða þrívíða fleti sem minna á kassa eða tening. Skúlptúrinn stendur að auki á stórum stöpli sem virðist hluti af verkinu þar sem kassalaga formin mynda eina heild. Fletirnir eru notaðir til þess að teikna upp form og hreyfingu. Verkið hverfist um op í miðju þess sem tekur á sig ólík form eftir því hvaðan maður horfir á verkið.