Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
2001-2002
Hvítlökkuð, opin líkkista klædd speglum að innanverðu er sterk táknmynd. Verkið minnir á sammannleg örlög, hégómleika jarðlífsins í ljósi dauðans sem bíður allra. Memento mori (mundu að þú deyrð) er sígilt minni sem hefur komið fram í listsköpun öld eftir öld. Verkið Án þín felur í sér fleiri sagnir og kallar m.a. fram hugmyndir um sjálfsskilning og mörkin á milli lífs og listar.