G.Erla (Guðrún Erla Geirs­dóttir)

Ég hef alltaf elskað ævintýr

Önnur verk

Breidd:

90 cm

Hæð:

150 cm

Flokkur:

Textíll

Ár:

1978

Þvottapoki, uppstækkaður 1 cm á móti 10 cm, úr bómull. Stærð u.þ.b. 150 cm á lengd x 90 cm breidd. Aðallitur er fagurblár en fremur breið apelsínurauð rönd er þvert á pokann ofarlega. Bómullarþráðurinn í verkinu var sérstaklega framleiddur í Sviss og er hver þráður einnig í hlutföllunum 1 á móti 10. Listakonan handlitaði þræðina og óf pokann.