Sigurjón Ólafsson

Blómgun

Breidd:

55 cm

Hæð:

210 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1978/1988

Verkið er staðsett við Menntaskólann við Sund, á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs. Blómgun á það sameiginlegt með fleiri verkum Sigurjóns að fjalla um náttúrulegt fyrirbæri eins og kemur fram í heiti verksins. Verkið er myndað út frá einföldum og endurteknum geómetrískum formum. Bogarnir minna á hvelfingar kirkna í gotneskum stíl eða krónublöð túlípana og fá þannig táknræna merkingu. Þeir afmarka og virkja innra rými í verkinu þannig að verkið virðist fjalla bæði um innri og ytri heim.