Hrafn­hildur Arnar­dóttir / Shoplifter

Bottom Lines

Breidd:

119 cm

Hæð:

73 cm

Flokkur:

Ljósmyndun

Ár:

2002

Í verkinu er samankominn innblástur úr ýmsum áttum. Hér er að finna tengsl við hugmyndir um hégóma, sjálfsmyndir, tísku, fegurð og dægurmenningu. Um leið er skírskotað til listasögunnar, strangflatarhefðar og mínimalisma. Verkið er gott dæmi um nálgun Hrafnhildar sem notar gjarnan húmor og glettni til að grípa áhorfandann um leið og hún skapar heildstæðan og heillandi myndheim.