Ásmundur Sveinsson

Kona að strokka (stækkun)

Breidd:

76 cm

Hæð:

190 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1934

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Verk þetta vann Ásmundur í Reykjavík árið 1934 og sýnir það konu að strokka. Kona með strokk er, líkt og fleiri verk Ásmundar frá þessum árum, þykk og mikil heild sem hvergi loftar um. Allt er gert til að undirstrika þyngdina og massann. Myndin er kyrrstæð tvíhverfa í fullkomnu jafnvægi, sem byggist á lóðréttum og láréttum kröftum, og það er aðeins staða höfuðsins sem gefur myndinni mýkt. Þrátt fyrir hina formrænu áherslu listamannsins er myndin natúralísk lýsing á smjörgerð fyrri ára, og óður til íslenskra vinnukvenna fyrr og síðar.