Ásmundur Sveinsson

Nafn­laust (Ímynd dans­ins)

Þrívíð verk

Breidd:

56 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1925

Sem hluta af náminu í listskreytingardeildinni við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi fengu nemendur það verkefni að gera tillögur að veggskreytingum í nýtt tónlistarhús sem verið var að reisa í borginni. Ásmundur gerði nokkrar tillögur og meðal þeirra voru Ímynd tónlistarinnar og Ímynd dansins. Fyrir kom að tillögur nemenda væru valdar til útfærslu í svona verkefnum en það varð ekki að þessu sinni. Ásmundi var þó boðið starf við uppsetningu á gifsskreytingum sem valdar voru til að prýða sali tónlistarhússins en hann hafði við gerð tillagnanna sýnt hversu góður handverksmaður hann var og því boðið þetta starf. Hann sinnti verkefninu veturinn 1925-26 og Konserthuset var svo vígt árið 1926.