Breidd:
60 cm
Hæð:
190 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1934
Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Hér gefur að líta verk þar sem Ásmundur fæst við hversdagslegar athafnir; maður að vinna jarðveginn. Verkið er talið í beinum tengslum við náttúruna og var Hallsteinn bróðir Ásmundar fyrirmynd að verkinu. Hér er hægt að líta svo á að maðurinn sé hluti af náttúrunni, samtímis því sem hann verkar hana.