Erla Haralds­dóttir / Bo Melin

Hér, þar og allstað­ar H­ere, there and every where

Ljósmyndaverk

Breidd:

160 cm

Hæð:

75 cm

Flokkur:

Ljósmyndun

Ár:

2001

Verkin eru byggð á umbreyttu miðborgarlandslagi í Reykjavík. Hér hafa listamennirnir breytt ljósmyndum í því skyni að fá sýningargesti til að sjá daglegt umhverfi sitt í öðru ljósi. Þau hafa bætt við myndirnar óvenjulegum og stórborgarlegum atriðum og gert kunnuglegt umhverfi Reykjavíkurborgar meira framandi.