Arna Óttars­dóttir

Leið­bein­ingar

Önnur verk

Breidd:

100 cm

Hæð:

123 cm

Flokkur:

Textíll

Ár:

2015

Í vefverkum Örnu má sjá hvernig hún miðlar flókinni línuteikningu í kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á lóðréttum og láréttum ásum. Við gerð veggteppanna hefur hugmyndin viðkomu, á milli skissubókar og vefnaðar, í tölvuforriti þar sem uppröðun og úrvinnsla á sér stað. Þar á listamaðurinn við heildarmyndina eins og sjá má í ummerkjum sem koma fram við klippivinnu eða útstrokun á tölvuskjá. Þessu er öllu haldið til haga í endanlegri útfærslu. Þegar heildarmyndin er fullgerð sem skissa í tölvu hefst Arna handa við að vefa.