Ásmundur Sveinsson

Einar Bene­diktsson - andlits­mynd

Þrívíð verk

Hæð:

63 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1930

Einar Benediktsson (1864-1940) og Ásmundur höfðu aðsetur um tíma í húsnæði Holdveikraspítalans í Laugarnesi en þar höfðu listamönnum verið úthlutað vinnustofum. Um kynni sín af Einari segir Ásmundur: Karlinn virkaði á mig eins og tröll. Það var gott að ég skyldi kynnast honum, ég hafði gagn af því. Ég sá í honum andstæður sem sameinuðust í persónunni og skáldinu Einari Benediktssyni. Í honum var bæði tröllskapur hins stóra og þess góða. Tvö tröll sem töluðust aldrei við, en stækkuðu hvert annað. Hann var konungur. (Bókin um Ásmund bls. 47 höf. Matthías Johannessen)