Erla Þórar­ins­dóttir

Kort VII

Málverk

Breidd:

180 cm

Hæð:

180 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1991

Í verkinu Kort VII er litsterkum hringjum raðað á agaðan hátt um djúpbláan strigann, en sterk form, afgerandi litir og áferð einkenna oft málverk Erlu. Í hugum margra kunna kort að vísa til landfræðilegra afstöðumynda eins og landakorta eða jafnvel stjörnukorta en listamaðurinn hugsar þetta kort frekar sem yfirlit yfir tilveru manna. Eftir ótalmargar ferðir milli staða, hlutlægra og huglægra, á lífsleið okkar gleymir fólk gjarnan leiðinni en áfangastaðir og fastir punktar tilverunnar verða eftir.