Birgir Andrésson

B-12

Málverk

Breidd:

103 cm

Hæð:

77 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1989-91

Birgir málaði ýmsar myndir með svokallaðri punktaaðferð. Tæknin tengdist áráttu listamannsins fyrir grófum rasta sem kemur fram þegar ljósmynd er stækkuð svo mikið að maður hættir að greina af hverju hún er. Hún verður að samansafni af stórum punktum sem ómögulegt er að sjá heildarmynd af nema úr mikilli fjarlægð. Birgir vann gjarnan með hugmyndir um nálægð og fjarlægð, bæði í efnislegum skilningi en ekki síður sögulegum. Verkin hér byggjast á gömlum frímerkjum sem endurspegla sögu íslenskrar þjóðarímyndar. Þau sýna þjóðfánann umkringdan geislum og víkinga í fullum skrúða. Birgir sýndi hvort tveggja uppstækkuð frímerkin í svörtum rasta og síðan máluð verk sem byggðu á þeim en voru unnin með lituðum punktum.