Jóhannes S. Kjarval

Snjór og gjá (Vetr­ar­mynd frá Þing­völlum)

Málverk

Breidd:

160 cm

Hæð:

112 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1954

Snjór og gjá er vetrarmynd frá Þingvöllum þar sem Kjarval málaði svo oft. Hann beitti markvisst þeirri aðferð að mála myndraðir; heimsótti sömu staði, eða stæði eins og hann kallaði það, aftur og aftur, og málaði þar á öllum tímum ársins og dagsins við öll hugsanleg veðurskilyrði, með það að markmiði að festa á léreft birtu og áhrif veðurs á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Þannig gat hann sýnt fram á óendanlegan breytileika náttúrunnar, hvernig árstíðir, mismundandi birta og veður eru stöðugt að endurskapa hana. Þessu markmiði verður einungis náð með sífelldum endurtekningum, því hvert augnablik er sérstakt og kastar nýjum töfrum á umhverfi sitt. Kjarval hélt tryggð við myndefni sín á Þingvöllum svo lengi sem hann gat málað úti, en síðustu verk hans þaðan eru frá sjöunda áratugnum.