Sigurjón Ólafsson

Sjómað­urinn

Breidd:

40 cm

Hæð:

140 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1947

Verkið er staðsett við Dvalarheimili aldraðra við Hrafnistu Verkið er í eigu Hrafnistu. Verkið er frístandandi abstraktverk úr grásteini og stendur á steinsteyptum, lágum stöpli við inngang dvalarheimilisins Hrafnistu. Einföldun formsins er áberandi, fletir eru stórir og flatir og línur skarpar. Listaverkið er laust við öll aukaatriði. Myndin er byggð upp á fjórum hæðarflötum sem skarast öðru hvoru. Hún endurspeglar djúpar rætur listamannsins til æskustöðva sinna og lífshátta á þeim tíma. Faðir listamannsins var sjómaður og Sigurjón tileinkaði föður sínum verkið á aldarafmæli hans þann 22. október 1955 og gaf Hrafnistu verkið til minningar um hann við sama tækifæri.