Ásmundur Sveinsson

Rafmagnið

Þrívíð verk

Breidd:

36 cm

Hæð:

126 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1955

Ásmundur gerði verkið Rafmagn á árunum 1954–55 og er það unnið í kopar. Árið 1960 var verkið stækkað og sett upp sama ár við Írafossstöðina við Sog. Rafmagn er óhlutlæg höggmynd sem lýsa á hugmyndinni um raforkuna. Myndin byggist á traustum sökkli, en út úr honum gengur svifform sem endar í hvirfilformi og er síðan endurtekið í neðri hluta myndarinnar. Myndin er þannig byggð upp af andstæðum – stöðugleiki og svif, kyrrstaða og hraði. Þessar andstæður kalla fram spennu sem vekur hugrenningartengsl við fyrirbærið rafmagn. Eins og fyrr segir er Rafmagn óhlutlæg höggmynd. En hjá Ásmundi er abstraksjón nánast aldrei innhverf, sjálfri sér næg, heldur yfirleitt abstraksjón af einhverju og í þessu tilviki rafmagni. Abstraktmyndir Ásmundar vísa því oftast í ákveðnar hugmyndir – ósýnilegan raunveruleika – og eru því ávallt hlaðnar merkingu. Í þessu verki getum við sagt að Ásmundur hafi gert hugmyndina sýnilega. Í samtali við Matthías Johannessen í Bókinni um Ásmund sagði listamaðurinn: „Ég hef leyft mér að gera nonfiguratífa mynd af rafmagninu, því að ég hef aldrei séð figuratíft rafmagn.“