Breidd:
180 cm
Hæð:
300 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1991
Verkið er staðsett við Sæbraut. Höggmyndin stóð áður á Austurbakkanum þar sem nú stendur tónlistarhúsið Harpan. Verkinu var fundinn staður við strandstíginn, ekki langt frá Höfða. „Partnership“ er önnur tveggja höggmynda sem Pétur gerði í tilefni af því að 50 ár væru síðan Ísland og Bandaríkin hefðu tekið upp stjórnmálasamband. Fyrri höggmyndin var afhjúpuð 4. júlí 1991 í Reykjavík og sú seinni í Miami á Flórida árið 1992. Höggmyndirnar eru stærstu höggmyndir sem steyptar hafa verið í brons og fullunnar hér á landi. Verkin sýna eins konar örvarodd sem samsettur er úr tveimur samhverfum hlutum og má lesa úr því tákn fyrir samstarf tveggja aðila um að horfa fram á við.