Erró

Portraits d'Expressi­onni­stes

Breidd:

490 cm

Hæð:

220 cm

Flokkur:

Málverk

Ár:

1992

Málverkið er hluti af myndasyrpu Errós, Listasagan, þar sem hann skeytir saman brotum úr verkum þekktra listamanna módernismans (Picasso, Miró, Matisse o.fl.) í anda víðáttumynda („scape“). Ólíkt öðrum verkum í sömu seríu, safnar hann í þessu málverki saman portrettum af listamönnum sem tengjast sömu liststefnu, verkum eftir þýska expressjónista à borð við Bechmann, Dix, Felixmüller, Grosz, Kirchner, Kokoschka, Schiele o.fl. Allt hráefnið í myndina fann Erró í bók Frands Withford, Expressionist Portrait (1987), sem hann keypti á þýsku listasafni. Myndbyggingin hvílir á eins konar sveifluformi, „járnneti“ – teiknað með tölvu – sem heldur saman öllum myndunum með mikilli bylgjuhreyfingu. Það er eins og netið hafi veitt allar þessar myndir fortíðarinnar upp úr fljóti minninganna og sýni þær nú á yfirborði myndflatarsins.