
Flokkur:
Ljósmyndun
Ár:
2019
Ljósmyndirnar fanga gjörning Katrínar Ingu þar sem hún kinkar kolli til Carolee Schneemann sem framdi gjörning snemma á sjöunda áratugnum sem Erró skrásetti í ljósmyndaseríu á sínum tíma og er varðveitt í safneign Listasafns Reykjavíkur. Verk Katrínar dregur fram áratuga tímabil þrotlausrar baráttu kvenna fyrir því að öðlast pláss á myndlistarsviðinu. Verkið er tileinkað Carolee Schneemann og Erró, Eye Body: 36 Transformative Actions for Camera, 1963.