Gjörn­inga­klúbburinn

Dýrmæti

Breidd:

250 cm

Hæð:

200 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2002-2003

Verkið er staðsett við Borgarholtsskóla. Verkið stendur fyrir framan Borgarholtsskóla og er demantslaga skúlptúr úr ryðfríu, epoxy-húðuðu stáli. Þá er áletrunin „Ómetanlegt dýrmæti“ á rúðu í skólabyggingunni. Það er líkt og demanturinn hafi fallið af himnum ofan og lent með látum á bílaplani skólans. Samkvæmt listamönnunum vísar áletrunin á glugganum til menntunarinnar og mannauðsins innan veggja skólans. Menntun og reynsla eru ómetanleg dýrmæti sem við eigum og öflum, en falla einmitt ekki af himnum ofan.