Breidd:
145 cm
Hæð:
61 cm
Flokkur:
Málverk
Ár:
1990
Verkið var á sýningunni Varanlegar menjar á Kjarvalsstöðum árið 1991. Um sýninguna skrifaði Arngunnur meðal annars: "Í Varanlegum menjum vildi ég sýna innri líkamann sem veröld sem við í raun þekkjum og skiljum ekki, og höfum lítið vald yfir. Hann er sem tákn hins óvaranlega og óörugga, í senn leyndardómsfullur og fagur, ógnvekjandi og ljótur. Ég vildi reyna að sameina hugmyndir um andann og holdið sem eitthvað skylt frekar en aðskilið."