Parmiggi­ani, Claudio

Íslands­vitinn

Breidd:

180 cm

Hæð:

1365 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

2000

Verkið er staðsett á Sandskeiði. Umhverfislistaverkið Íslandsvitinn var sett upp á Sandskeiði á Hellisheiði á vegum Reykjavíkurborgar í tilefni þess að hún var valin ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Um er að ræða vita, sem ólíkt öðrum vitum stendur inni í landi úr augsýn sjófarenda og jafnframt utan byggðar og alfaraleiða. Hann lýsir stöðugu og viðvarandi ljósi dag og nótt sem beinist í höfuðáttirnar fjórar. Vitinn er hálfgerð þverstæða þar sem hann þjónar ekki hlutverki sínu nema þar sem fólk sér til hans. Listamaðurinn, sem hefur áður reist verk úr alfaraleið í öðrum löndum, sagði í viðtali: „Skáldskapurinn og andspyrna verksins felst í fjarverunni.“