Þorvaldur Þorsteinsson

Ósóttar pant­anir

Þrívíð verk

Flokkur:

Innsetning

Ár:

2002

Fjölmörg fyrirtæki, sem sinna innflutningi, sérsmíðum, viðgerðum og hvers konar sérþjónustu annarri, þekkja vel hugtakið ósóttar pantanir. Bjartsýnir kaupendur panta hjá þeim hluti, hráefni eða sérvöru sem þeir ráða ekki við að leysa út eða hirða ekki um að sækja af öðrum ástæðum. Þegar um er að ræða vöru sem nýtist fáum, jafnvel engum öðrum en hinum týnda kaupanda, lenda umrædd verðmæti á nokkurs konar einskismannslandi milli nytsemi og tilgangsleysis. Hlutum er safnað í verkið hverju sinni sem það er sýnt samkvæmt fyrirmælum og heiti þess aðlagað því ári sem við á.