Flokkur:
Fjöltækni
Ár:
2004
Verkið Hýsill er unnið út frá nokkrum hálfónýtum húsum og umhverfi þeirra. Verkið sýnir fljótandi abstract ólínulega frásögn þar sem áhorfandinn ferðast í gegnum þessi rými þar sem mynd, hljóð og rými eru órofa heild. Heimur verksins er fjarlægur og dregur áhorfandann að kjarna verksins í gegnum nánast líkamlega upplifun af samspili myndar og hljóðs við umhverfið. SG.