Ásmundur Sveinsson

Stríð og flótti

Breidd:

60 cm

Hæð:

64 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1943

Verkið er staðsett í höggmyndagarði við Ásmundarsafn. Verkið er til vitnis um vissa umbreytingu inn í nýja myndveröld Ásmundar þar sem myndefnið er öllu stórbrotnara og ógnvænlegra en það sem hann hafði áður fengist við. Í stað þess að fjalla um andlega reisn íslenskrar alþýðu er hér á ferð verk sem hefur heimssögulegar tilvísanir. Í staðinn fyrir upphafningu á hinu góða í mannssálinni snéri Ásmundur sér að því að lýsa myrkari hliðum mannlífsins; ótta, grimmd, sorg, hatri, örvæntingu, átökum og stríði. Í verkinu er hlutföllum líkamans riðlað og andlitin virðast fremur í ætt við dýr en menn. Form útlimanna er óreglulegt, líkt og listamaðurinn vildi sýna samtímis ólíkt sjónarhorn á sama hlutinn. Hugmyndin um flóttann er gefin í skyn með hringferli myndbyggingarinnar.