Breidd:
113 cm
Hæð:
92 cm
Flokkur:
Málverk
Ár:
1989
Björgvin Sigurgeir er fæddur að Haukabergi í Dýrafirði 1936. Hann er málari, skúlptúristi og myndlistarkennari og einnig þekktur fyrir skrif sín um listir. Björgvin Sigurgeir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1958-60, Myndlistarskólann í Reykjavík 1959-61 og Staatliche Hochschule für bildende Künste í Hamburg 1961 og 1962. Þá nam hann við Statens Håndverks- og Kunstindustrieskolen og Statens lærerskole í Ósló 1970-71. Björgvin var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1971. Hann hélt einkasýningar í Unuhúsi, Reykjavík 1968, Norræna húsinu 1975 og Kjarvalsstöðum 1986.