Sigrún Guðmunds­dóttir

Streymi

Breidd:

220 cm

Hæð:

204 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1990

Verkið er staðsett við sundlaugarnar í Laugardal. Staðsetningin var valin vegna tengingar við uppsprettur og jarðhitasvæði Laugardals. Til þess að sjá verkið þarf að vera inni á sundlaugasvæðinu, það er rétt við barnalaugina. Verkið byggist á tveimur óhlutbundnum formum sem speglast og er unnið í sedrusvið. Trjátegundin var sérstaklega valin þar sem viðurinn er talinn endingargóður og geta staðið af sér íslenska veðráttu.