Ragna Róberts­dóttir

Án titils

Þrívíð verk

Breidd:

135 cm

Hæð:

112 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1988

Skúlptúrar Rögnu frá níunda áratugnum byggjast á ýmsum tilsniðnum náttúruefnum sem hún raðar upp í sýningarsölum. Þar má nefna hraungrýti, torf og hör. Verkin endurspegla mörk hins náttúrulega og manngerða og skírskota gjarnan til sögu húsagerðar eða arkítektúrs. Síðustu áratugi hefur Ragna einkum fengist við innsetningar þar sem hún vinnur beint á veggi sýningarsala. Sem fyrr notast hún við náttúruleg hráefni, svo sem hraun, vikur, sand, leir, salt og skeljasand. Verk hennar verða til í samspili ófyrirséðra ferla eða hendinga innan afmarkaðra ramma sem hún ákvarðar í takt við umhverfið.