Pétur Bjarnason

Fyrir stafni

Breidd:

240 cm

Hæð:

500 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1994

Verkið er staðsett við Sundahöfn. Höggmyndin skiptist í tvo hluta. Efri hlutinn, þar sem formað er stefni, er úr steyptu bronsi, og neðri hlutinn er eins konar sökkull. Form höggmyndarinnar fann Pétur í ljósmynd úr bókinni Eimskipafélagi Íslands þegar hann var tuttugu og fimm ára. Á þeirri ljósmynd er horft beint framan á stefni Es. Gullfoss þar sem verið er að hleypa skipinu af stokkunum þann 23. janúar 1915. Pétur vildi með lögun og efnisvali á sökkli höggmyndarinnar skírskota táknrænt til steinbryggjunnar.