Hall­steinn Sigurðsson

Hyrn­ingar VII

Breidd:

187 cm

Hæð:

390 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1975

Verkið er staðsett í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Hyrningar er heiti nokkurra verka eftir Hallstein sem standa á nokkrum stöðum í borginni, þ.á m. í Hallsteinsgarði í Grafarvogi. Eitt er varðveitt innanhúss þar sem því er ekki ætlað að standa utandyra. Öll tilheyra þau sömu verkaröð þar sem í grunninn byggja þau á áþekkum formum. Hins vegar eru þau útfærð í ólík efni, stein, málað eða ómálað stál. Léttleika, leik og frjóa myndhugsun er að finna í verkunum og er innra rými þeirra opið, afmarkað með einföldum en skýrum ramma.