Gabríela Frið­riks­dóttir

Tvær leiðir í synd­inni

Þrívíð verk

Breidd:

87 cm

Hæð:

173 cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1999

Gabríela hefur sótt innblástur á ýmsum vettvangi í tilraunum sínum til þess að fjalla um tilfinningar, líðan og allt það sem bærist innra með manninum. Einkum hefur hún skoðað hugmyndakerfi frá fyrri tíð, dulhyggju og forneskju. Hún hefur miðlað niðurstöðum sínum í teikningu, málverki, skúlptúr og myndbandsverkum. Þar koma fram karakterar, táknmyndir og efni sem bera með sér marglega eiginleika og endurspegla völundarhús mannlegrar tilveru.