Magnús Pálsson

Kúpl­ings­diskur

Önnur verk

Flokkur:

Fjöltækni

Ár:

1999

Myndbandið er tekið með „green screen“ tækni þar sem listamaðurinn sést sitjandi á stól er virðist smár miðað við manninn. Hlutföllin eru á skjön, listamaðurinn situr á hlið og talar út í tómið. Textinn fjallar um fólk, atburði og samskipti en einnig um stærð hluta og umhverfis, skynjun manna á stærð í umhverfi sínu og þau viðmið sem beitt er hverju sinni. Af og til fer allt á flug; myndin hristist og jarðskjálfti skekur manninn og rýmið.