Erling T.V. Klingenberg

Rann­sókn á mynd­list­ar­mönnum

Önnur verk

Flokkur:

Annað

Ár:

1996

Hér er um að ræða safn ýmissa hluta sem hafa "fallið" frá/af listamönnum sem Erling hefur unnið með eða fyrir, borðað eða drukkið með eða við önnur tilefni. Erling hefur allt frá námsárum unnið á húmorískan og gagnrýninn hátt með umhverfi og ímynd listamannsins. Hann hefur fetað sig gegnum listasöguna frá hinum virta landslagsmálara til alþjóðavæddrar listamannsímyndar samtímans. Verk hans endurspegla glímu listamannsins við þau markmið og gildi sem listheimurinn setur hverju sinni.