Breidd:
100 cm
Hæð:
225 cm
Flokkur:
Skúlptúr
Ár:
1968
Verkið er staðsett í Hljómskálagarðinum við tjörnina. Skúlptúr eftir Gerði Helgadóttur er mun efnismeiri en fyrri járnverk hennar sem voru gjarnan létt víravirki. Markmiðið var að hluta til að vinna á móti massanum og hér sést snúningshreyfing sem lyftir verkinu upp. Verk Gerðar voru óhlutbundin en þar mátti sjá hvernig hún tefldi saman andstæðum eins og hinu þunga og hinu svífandi, hinu innra og hinu ytra. Verkið stóð áður í Breiðholti en var flutt í Hljómskálagarðinn árið 2014 þegar þar var opnaður höggmyndagarður kvenna, Perlufestin.