Bertel Thor­valdsen

Adonis

Breidd:

70 cm

Hæð:

186 m cm

Flokkur:

Skúlptúr

Ár:

1808

Verkið er staðsett á horni Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar. Reykjavík lét gera bronsafsteypu af Adonis og setja upp í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Frummyndin er varðveitt í Glyptotek-safninu í München í Þýskalandi. Adonis er guð jarðargróðurs. Hann var ungur og fríður og var drepinn af villigelti. Gyðjurnar Afródíta og Persefóna vildu báðar eiga hann. Seifur kvað upp úr með að hann skyldi dvelja hjá þeim til skiptis og þannig stendur á því að jarðargróður lifnar við á vorin og deyr á haustin þegar Adonis hverfur til dánarheima og Persefónu.