Elísabet Bryn­hild­ar­dóttir

Elísabet Brynhildardóttir

Elísabet Brynhildardóttir (f. 1983) vinnur í fjölbreyttum miðlum þó teikningar og skúlptúrar séu þar mest áberandi. Í verkum sínum veltir hún fyrir sér samband okkar við efnisheiminn og þolmörk þess, þar sem hugmyndir okkar um hverfulleika og tíma eru áberandi. Samband manns og listaverks er henni jafnframt hugleikið þar sem líkamleg nærvera áhorfandans getur skipt sköpum fyrir upplifun verka hennar; þar sem hreyfingar og afstaða hans hafa bein áhrif á tilvist listaverksins. Verk Elísabetar hafa verið sýnd í Gerðarsafni, i8 Gallery, Nýlistarsafninu, Kling & Bang, Keiv (Aþena, Grikklandi) og Listasafni Akureyrar svo nokkur dæmi séu nefnd. Elísabet er jafnframt virkur meðlimur í listamannarekna sýningarrýminu Kling & Bang.

Sýningar

Hendi næst

Skoða