Carl Milles

Carl Milles

Eftir Carl Milles (1875-1955) liggur fjöldinn allur af höggmyndum en hann vann mörg stór verk í almannarými sem sjá má víðs vegar um Svíþjóð. Milles var stórhuga listamaður sem sótti innblástur í gríska og rómverska goðafræði og sænskan sagnaarf. Hann vann stóra skúlptúra úr efnum á borð við granít og brons sem gjarnan eru staðsettir í gosbrunnum, á háum stöplum eða súlum sem ber við himin í mikilfengleika sínum. Samspil goðsagnavera við dýr, svo sem höfrunga eða hesta, var algengt myndefni hans og hreyfingin var alltaf leiðarstef. Milles hlaut listmenntun sína í París, meðal annars hjá hinum merka franska myndhöggvara, Auguste Rodin, en áður hafði hann, líkt og Ásmundur, hlotið menntun í tréskurði. Milles var mikilvirkur kennari, fyrst við Listaháskólann í Stokkhólmi árin 1920-31 og síðar við Cranbrook-stofnunina í Bandaríkjunum árin 1931-45 þar sem hann var búsettur frá árinu 1929. Þar eru í dag varðveitt hans helstu verk frá síðustu æviárunum.

Sýningar

Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles

Skoða