
Taktu þátt í tímaflakki með Steinu
Komdu í ævintýralegt ferðalag milli Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands um sýninguna Steina: Tímaflakk með aðstoð sérstaks þrautapassa.
Krökkum á öllum aldri er boðið að leysa skemmtilegar þrautir á báðum söfnum, safna stimplum og skila passanum inn til að komast í spennandi verðlaunapott. Dregið út reglulega yfir sýningartímann.
Öll börn sem koma á safnið fá passann frítt og hann má nálgast í móttöku safnanna.
Ertu tilbúin/n að taka þátt í tímaflakkinu?

Í Listasafni Reykjavíkur er tekið vel á móti fjölskyldum með börn á öllum aldri.
Boðið er upp á smiðjur, námskeið og aðra viðburði fyrir yngri gestina sem eru auglýstir sérstaklega með yfirskriftinni Leikum að list.
Í öllum safnhúsum er aðstaða fyrir börn og fjölskyldur þar sem þau geta leyft sköpunarkraftinum að njóta sín.

Hafnarhús
Á efri hæð Hafnarhúss er að finna svæði fyrir börn og fjölskyldur sem geymir spennandi efnivið til að vinna hugmyndir og skapa eigin listaverk.
Kjarvalsstaðir
Á Kjarvalsstöðum er svæði fyrir börn og fjölskyldur til að virkja sköpunarkraftinn með skemmtilegu efni sem tengist sýningum hverju sinni.


Ásmundarsafn
Í Ásmundarsafni er skemmtileg leyniskúffa fyrir fjölskyldur. Í leyniskúffunni er að finna alls konar liti, bækur, leir og skapandi efni sem hægt er að vinna í með frjálsri aðferð. Í Ásmundasafni er líka alltaf heitt á könnunni fyrir fullorðna fólkið.

Leikum að list
Með fjölskyldudagskrá safnsins eru börn sérstaklega boðin velkomin á safnið ásamt fjölskyldum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki, sköpun og skemmtilegar umræður.
Fjölskylduleiðsagnir eru sniðnar að yngri gestum safnsins og listasmiðjur gefa börnum og fjölskyldum tækifæri til að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina.
Sumarnámskeið
Á hverju sumri bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið í safnhúsunum þremur þar sem blandast saman , leikur, sköpun og útivist
Ratleikur og fjör í appinu!
Listasafn Reykjavíkur gaf út appið Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavík Art Walk) með upplýsingum um öll útilistaverk í Reykjavík sem eru um tvö hundruð talsins.
Í appinu eru einnig hljóðleiðsagnir fyrir göngu- og hjólatúra, skemmtilegur leikur í þremur þyngdarstigum og ratleikur um Hallsteinsgarð í Grafarvogi. Það er því tilvalið til skemmtunar og fróðleiks bæði inni og úti fyrir alla fjölskylduna. Appið er bæði fyrir iphone- og Android-stýrikerfi og er bæði hægt að hlaða niður á íslensku og ensku.
Hægt er að nálgast appið hér fyrir iPhone og hér fyrir Android.

