Fjöl­skyldur

Fjölskyldur á Kjarvalsstöðum

Í Listasafni Reykjavíkur er tekið vel á móti fjölskyldum með börn á öllum aldri.

Boðið er upp á smiðjur, námskeið og aðra viðburði fyrir yngri gestina sem eru auglýstir sérstaklega með yfirskriftinni Leikum að list.

Í öllum safnhúsum er aðstaða fyrir börn og fjölskyldur þar sem þau geta leyft sköpunarkraftinum að njóta sín.

Hafnarhús

Á efri hæð Hafnarhúss er að finna svæði fyrir börn og fjölskyldur sem geymir spennandi efnivið til að vinna hugmyndir og skapa eigin listaverk.

Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum er svæði fyrir börn og fjölskyldur til að virkja sköpunarkraftinn með skemmtilegu efni sem tengist sýningum hverju sinni.

Ásmundarsafn

Í Ásmundarsafni er skemmtileg leyniskúffa fyrir fjölskyldur. Í leyniskúffunni er að finna alls konar liti, bækur, leir og skapandi efni sem hægt er að vinna í með frjálsri aðferð. Í Ásmundasafni er líka alltaf heitt á könnunni fyrir fullorðna fólkið. 

Leikum að list

Með fjölskyldudagskrá safnsins eru börn sérstaklega boðin velkomin á safnið ásamt fjölskyldum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki, sköpun og skemmtilegar umræður.

Fjölskylduleiðsagnir eru sniðnar að yngri gestum safnsins og listasmiðjur gefa börnum og fjölskyldum tækifæri til að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina.

Ratleikur og fjör í appinu! 

Listasafn Reykjavíkur gaf út appið Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavík Art Walk) með upplýsingum um öll útilistaverk í Reykjavík sem eru um tvö hundruð talsins.  

Í appinu eru einnig hljóðleiðsagnir fyrir göngu- og hjólatúra, skemmtilegur leikur í þremur þyngdarstigum og ratleikur um Hallsteinsgarð í Grafarvogi. Það er því tilvalið til skemmtunar og fróðleiks bæði inni og úti fyrir alla fjölskylduna.   Appið er bæði fyrir iphone- og Android-stýrikerfi og er bæði hægt að hlaða niður á íslensku og ensku. 

Hægt er að nálgast appið hér fyrir iPhone og hér fyrir Android.

Barnablaðið

Barnablað 2. nóvember

Sjá meira

Barnablað 16. nóvember

Sjá meira

Húsin

Ásmundarsafn

Ásmundarsafn

Sigtún 105
4116430
Opnunartímar
Maí til september 10:00–17:00
Október til apríl 13:00–17:00
Hafnarhús

Hafnarhús

Tryggvagata 17
4116410
Opnunartímar
10:00-17:00
Fimmtudaga 10:00–22:00
Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir

Flókagata 24
4116420
Opnunartímar
10:00–17:00