Umræðu­þræðir | Yann Toma - Listræn orka

til

Umræðuþræðir | Yann Toma - Listræn orka

Umræðuþræðir | Yann Toma - Listræn orka

Hafnarhús

til

Fyrsti gestur ársins 2024 í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir er Yann Toma (f. 1969). Hann er franskur listamaður búsettur í París og New York og er listamaður-áheyrnarfulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum (New York).

Verk hans einblína á orku og netkerfi, auk siðfræði. Í verkefnum sínum gerir hann gerir tilraunir með endurdreifingu Listrænnar Orku (LO) milli listamanns og samfélags. Hann staðsetur verk sín og hugsun á mörkum listrænnar og borgaralegrar tjáningar og setur þau í samhengi við yfirstandandi viðburði á sviði stjórnmála og fjölmiðla. Sem listamaður og forstjóri Ouest-Lumière raforkufyrirtækisins síðan árið 1991, hefur hann þróað hugtakið Listræn Orka (LO). Hann hefur frá árinu 1991 endurfjárfest í að halda á lofti minningu um fyrrum raforkufyrirtækið Ouest-Lumière með því að skapa táknrænt netkerfi sem helgar sig framleiðslu og dreifingu á listrænni orku.

Yann Toma er virkur í málefnum tengdum loftslagsbreytingum og orku, með því að taka þátt í ferlum sem afhjúpa. Hann tekur afstöðu með líkamanum með því að koma á sambandi milli dulinnar og opinnar skynjunar sem almenningur getur tileinkað sér en missir jafnóðum sjónar á vegna skilyrðingar, með því að skynja ekki massa náttúrlegs innstreymis sem tryggir samband okkar við náttúruna. Hann er einnig meðstofnandi Maximalism hreyfingarinnar. Verk eftir Yann Toma í eigu safneigna, svo sem Centre Pompidou og Neuflize’s banka, vekja spurningar um hugmyndir um orku, áhrif listar á samfélagið og mikilvægi siðfræði. Verk hans byggja á sameiginlegum framleiðsluferlum þar sem almenningur gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa listaverkið og endurúthluta orku milli listamanns og áhorfanda. Meðal tilraunaverkefna Yann Toma sem snúa að endurúthlutun á Listrænni Orku milli listamanns og samfélags eru Dynamo-Fukushima (Grand Palais, 2011), Human Energy (Eiffel turninn, desember 2015), Human Greenergy (Forbidden City Beijing, október 2016), Planet Energy (Saatchi Gallery, 2023), Polarities (New York) & A Light-World (Paris, 2024). Yann Toma starfar sem prófessor við Paris 1 – Panthéon-Sorbonne háskóla og stundar rannsóknir við Institute of Arts Creation Theory and Aesthetics (ACTE) við sama háskóla. Hann stýrir meistaranáminu Arts & Vision (MAVI) og er einn stjórnanda meistaranáms í list og nýsköpunarstjórnun (Skóli lista – Skóli stjórnunar). Hann er samhæfingarstjóri í fjölmörgum rannsóknarverkefnum og áheyrnarfulltrúi við Institut des Hautes Etudes par les Sciences et la Technologie (IHEST).

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í safninu.

Franska sendiráðið á Íslandi styrkir Umræðuþræði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.