Sýning­aropnun | Undra­land

til

Sýningaropnun | Undraland

Sýningaropnun | Undraland

Ásmundarsafn

til

Verið velkomin á sýningaropnun Undralands í Ásmundarsafni laugardaginn 11. janúar kl. 15.00.

Á sýningunni Undraland hverfum við aftur í tímann og inn á vinnustofu Ásmundar. Verk hans urðu til í þrotlausri tilraunamennsku á vinnustofunni þar sem efni, inntak og rými kölluðust á. Þau eru ýmist hlutbundin eða abstrakt og fór Ásmundur í gegnum ýmis ólík tímabil í listsköpun sinni. Við fáum tilfinningu fyrir því sem gerðist á bakvið tjöldin í leit listamannsins að útfærslu sem hentaði hverju sinni fyrir þær hugmyndir sem spruttu fram.

Undraland er verkefni tileinkað sögu Ásmundarsafns. Þar var heimili og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) sem hann hannaði sjálfur og byggði á árunum 1942-1950. Lóðin var í túnfæti bæjar sem hét Undraland. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg húsið og verk sín eftir sinn dag og var þar stofnað safn helgað minningu hans árið 1983. Þá fjóra áratugi sem listamaðurinn starfaði í húsinu var það vettvangur frjórrar listsköpunar.

Yfir allt árið 2025 er listamönnum boðin aðstaða í húsinu til þess að vinna að eigin verkum í vinnslu eða hvers konar ferli.