Hafnarhús
til
Hópur flytjenda mun eyða tíma saman: raðar svampkubbum til að skapa munstur og breytilegt landslag í rýminu, hlustar sig saman og skapar viðbragð við umhverfi sínum gegnum söng og tóna. Áhorfendum er boðið að koma og fara, vera vitni að, jafnvel taka þátt. Þetta er hljóðlátur leikvöllur, mjúk íhugun.
Þessi viðburður er hluti af rannsóknarverkefni Katrínar Gunnarsdóttur “Þanið Þel: Að miðla tilbúinni nánd gegnum sviðsnærveru”, innan Listaháskóla Íslands.
Katrín Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur búsett í Reykjavík. Hún vinnur með líkamlega hlustun og nánd í verkum sínum til að skapa margþætt landslag í kóreógrafíu. Hún hefur samið á annan tug dansverka, mest fyrir svið en líka innsetningar í söfnum og óhefðbundnum rýmum. Verk hennar sem hafa verið sýnd víða á Íslandi og í Evrópu og unnið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, þar á meðal fimm Grímuverðlaun.
Hugmynd og listræn stjórnun: Katrín Gunnarsdóttir
Hönnun: Eva Signý Berger
Flytjendur: Aðalheiður Halldórsdóttir, Alona Perepelytsia, Halla Þórðardóttir, Heba Eir Kjeld, Katrín Gunnarsdóttir, Védís Kjartansdóttir
Stutt af: Listasafn Reykjavíkur, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Menningarfélagið Tær
Frítt inn.