Hafnarhús
til
Í menningargeiranum hafa margir aðilar nýverið endurnýjað stefnu sína með nýjum áherslum til næstu ára. Af því tilefni er efnt til ráðstefnu um stefnumótun í menningargeiranum og hvernig slík stefnumótunarvinna nýtist í safnastarfi. Í samhengi við árangursríka stefnumótun í kviku og síbreytilegu menningarumhverfi er talið mikilvægt að hafa markvissa stefnu og uppfæra hana reglulega. Á ráðstefnunni gefst tækifæri til þess að líta til þeirrar stefnumótunarvinnu sem hefur átt sér á stað á vettvangi menningarmála nýverið.
Ráðstefnan er ein af árlegum haustráðstefnum Listasafns Reykjavíkur þar sem áherslan er lögð á að ræða fagleg málefni safna og safnafólks. Skráningargjald er 3.000 kr og er hádegismatur og kaffi innifalið.
Dagskrá
10:00-10:20 | Setning ráðstefnu og Opnunarávarp
10:30-11:10 | Njörður Sigurjónson Prófessor við Háskólann á Bifröst. –Rekareiði, reddingar og stefnumarkandi stjörnuskoðun
11:15-11:40 | Héðinn Unnsteinsson – stefnumótunarsérfræðingur – Umhverfi og aðferðir opinberrar stefnumótunar
11:40-12:30 | Hádegishlé
12:30-12:55 | Ólöf Kristín Sigurðardóttir – Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur – Vaninn skapar villuljós
13:00-13:25 | Guðbrandur Benediktsson – Safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur – Þéttriðið net stefnu og strauma
13:30-13:55 | Anita Elefsen – Safnstjóri Síldarminjasafns Íslands –Stefnumótun um stefnumótun; Hvernig bregðast fámennar stofnanir við auknum kröfum um fjölbreyttar stefnur?
14:00-14:30 | Kaffihlé
14:30-14:55 | Þóra Björk Ólafsdóttir – Framkvæmdastjóri safnaráðs – Safn af stefnum
15:00-15:25 | Sigurjón Baldur Hafsteinsson – Rannsóknarsetur í safnafræðum – Hlutverk háskólasamfélagsins í stefnumótunarstarfi safna
15:25-16:00 | Pallborð og umræður
16:00-16:30 | Ráðstefnuslit og léttar veitingar