Hafnarhús
til
Markmið viðburðarins er að draga fram mynd af þeim innlendu samkeppnissjóðum sem söfnin og þeirra helstu samstarfsaðilar geta sótt í og skoða með hliðsjón af starfsumhverfinu, helstu skyldum safna og sérstæði einstakra safna – en söfnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Skoðað verður hvort og hvernig markmið safnanna fara saman eða skarast á við markmið þeirra sjóða sem sótt er í og rýnt í þá grunnþætti sem oft reynist erfitt að fjármagna. Dagskráin byggist upp af stuttum örerindum þar sem ólík sjónarmið mismunandi félaga og hagsmunaaðila verða dregin fram, og lengri framsögum þar sem veitt verður innsýn í styrkjaumhverfi nágrannalanda okkar. Þá verða pallborðsumræður þar sem stefnt er að því að ræða styrkjakerfið á breiðum grunni, fá fram athugasemdir og vangaveltur um það sem gagnast starfsemi safna og skoða hverju megi hugsanlega breyta og bæta.
Stjórnandi málþingsins er Erling Jóhannesson fráfarandi formaður BÍL - Bandalags íslenskra listamanna.
Málþing um styrkjaumhverfi listasafna Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi 21. nóvember 2024 kl. 13-17
Slóð á streymi: https://www.youtube.com/live/K0athTahBO0
Dagskrá:
13:00 Velkomin – Erling Jóhannesson málþingsstjóri 13:05 Opnunarávarp – Lilja Alfreðsdóttir 13:15 Ávarp formanns Samtaka listasafna á Íslandi – Aldís Arnardóttir 13:22 Niðurstöður könnunar um styrkjaumhverfið – María Hjelm 13:29 Landshlutasamtökin – Sigursteinn Sigurðsson 13:36 Reykjavíkurborg – Adda Rúna Valdimarsdóttir 13:43 SÍM – Hlynur Helgason 13:50 Ísafjarðarbær – Gylfi Ólafsson - videóupptaka 13:57 Myndlistarráð – Ásdís Spanó 14:04 Listasöfnin – Helga Þórsdóttir
14:11 Pallborðsumræður: Hverju og hverjum þjónar núverandi styrkjakerfi helst? Umræðustjóri: Erling Jóhannesson Þátttakendur: Myndlistarráð (Ásdís) – SÍM (Hlynur) – Safnaráð (Þóra) – Landshlutasamtökin (Signý) – Reykjavíkurborg (Adda Rúna)
14:30 KAFFIHLÉ
ATH dagskráin eftir kaffihlé fer fram á ensku!
14:45 Safnaráð – Þóra Ólafsdóttir 14:52 Menningarmálaráðuneytið – Hildur Jörundsdóttir 14:59 Myndlistarmiðstöð – Auður Jörundsdóttir 15:06 Arts and Culture Norway – Nina Svendsen á TEAMS 15:20 Ny Carlsbergfondet – Ditte Sig Kramer á TEAMS 15:34 Mondriaan Foundation – Eelco van der Lingen
15:48 Pallborðsumræður: Áskoranir og tækifæri: hvernig og hvað getum við gert betur? Umræðustjóri: Erling Jóhannesson Þáttakendur: Mondriaan (Eelco) – Listasöfnin (Sunna) – Myndlistamiðstöð (Auður) – Menningarmálaráðuneytið (Hildur) – Einkageirinn/i8 Gallery (Börkur)
16:07 Lokaorð málþingsstjóra 16:13 Léttar veitingar og óformlegt spjall 17:00 Málþingslok
Málþingið nýtur stuðnings frá Safnaráði.