Listin talar tungum | Litháíska

til

Listin talar tungum | Litháíska

Listin talar tungum | Litháíska

Ásmundarsafn

til

Leiðsögn á litháísku um sýninguna Hendi næst í Ásmundarsafni.

Jurgita Motiejunaite lista- og málakennari í Litháíska móðurmálsskólanum, verður með leiðsögn á litháísku um sýninguna Hendi næst í Ásmundarsafni við Sigtún sunnudaginn 17. nóvember kl. 13.00.

Á sýningunni Hendi næst mætast verk Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og tíu samtímalistamanna sem skapa myndverk með eigin höndum og nýta rótgrónar handverkshefðir við listsköpun sína.

Sýningin endurspeglar vaxandi áhuga samtímalistamanna sem og áhorfenda á handverki en jafnframt verður horft til baka til þess að gera grein fyrir því hvernig arfleifð Ásmundar Sveinssonar endurómar í framúrstefnulegri tjáningu samtímans.

Listin talar tungum er í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. Frítt fyrir yngri en 18 ára.

Sértilboð fyrir gesti á Listin talar tungum! Árskort á verði eins aðgöngumiða 2.350 kr.