Hafnarhús
til
Fjölbreyttur efniviður í boði undir leiðsögn kennara í huggulegu og jólalegu andrúmslofti. Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt fjölskyldu sinni til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.
Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Aðgöngumiði á safnið gildir fyrir fullorðna. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.