Kjarvalsstaðir
til
Gestir eru hvattir til þess að spyrja spurninga, hlæja og segja það sem þeim finnst. Leiðsögninni stýrir Ariana Katrín Katrínardóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar.
Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt fjölskyldu sinni til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.
Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Aðgöngumiði á safnið gildir fyrir fullorðna. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.