Hafnarhús
, til
Fimmtudaginn 5. desember kl. 20.00 mun Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður leiða fólk um sýninguna og deila sinni upplifun af verkum Hreins.
Verk Hreins eru ljóðræn og heimspekileg könnun á hversdagslegri mannlegri upplifun þar sem tími og tilviljun leika stórt hlutverk. Sýningin byggist eingöngu á verkum listamannsins í safneign og endurspeglar margslungnar tilraunir hans til að höndla hverfulleikann og fanga óendanleikann í tíma og rúmi.