Hafnarhús
, til
Bjór, freyði, pikklað & gerjað góðmeti alla fimmtudaga í vetur með langri opnun safnsins. Tilvalið að hitta hópinn í hamingjustund 17-20 & kíkja á sýningar safnsins og upppákomur.
Verið hjartanlega velkomin
Lady Brewery er metnaðarfullt íslenskt farand brugghús með ástríðu fyrir að hanna og framleiða góða og fallega bjóra og allskyns upplifanir tengdar bjór fyrir alla sem hafa aldur!
Nálgun Lady Brewery er að gefa endanlegri bjórafurð persónu, sérkenni, sögu og útlit og samanstendur teymið af hæfileikaríku fólki sem kemur úr hönnun, list og matargeiranum.
Lady Brewery stærir sig af því að vera í eigu kvenna og er bjórinn bruggaður af konum.