Íslenski dans­flokk­ur­inn: Flóð­reka

til

Íslenski dansflokkurinn: Flóðreka

Íslenski dansflokkurinn: Flóðreka

Hafnarhús

til

Íslenski dansflokkurinn og Listasafn Reykjavíkur kynna Flóðreka.

Lifandi dansinnsetningu undir stjórn Aðalheiðar Halldórsdóttur þar sem dansarar Íslenska dansflokksins stíga inn í hið margrómaða Flóð Jónsa í Hafnarhúsinu. 

Í innsetningunni ganga áhorfendur í myrkvað rými, umluktir mistri og óræðum ilmi. Allt um kring óma hljóð sem eiga uppruna sinn í náttúrunni, stafrænni úrvinnslu og mannsröddinni. Hljóðmyndin vex og stigmagnast, skynjunin nær frá eyrum og ofan í maga, ómurinn flæðir yfir líkamann í bylgjum. Ljósrák í loftinu bregst við hljóðinu og ýtir enn frekar undir þá marglaga skynjun sem ferlið býður upp á.

Gestum er frjálst að koma og fara að vild á meðan dansinn stendur yfir. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir árskorts- og menningarkortshafa.

Safnið er opið til kl. 22.00 og pop up bar Lady Brewery verður opinn.