Hafnarhús
, til
Í seríunni 1001 nótt skapar Erró myndheim í kring um sögur sem aldrei voru sagðar. Hversu margar sögur er hægt að semja upp úr einni mynd?
Umsjón með smiðju: Birna Hjaltadóttir
Allt haustfríið verður boðið upp á ratleiki, smiðjur og fjör í söfnum Listasafns Reykjavíkur og fá fullorðnir frítt inn á safnið í fylgd barna.
Seinna í haustfríinu:
Föstudagur 25.október kl 13-15 á Ásmundarsafni Skapandi smiðja með hrekkjavökuþema! Ásmundarsafn tekur þátt í Hrekkjavökunni í ár og við hitum upp í þessari hryllilega skemmtilegu smiðju.
Umsjón með smiðju: Maríanna Dúfa Sævarsdóttir
Mánudagur 28.október kl 13-15. á Kjarvalsstöðum Skapandi karaktersmiðja á Kjarvalsstöðum. Við sækjum innblástur í hugarheim Hallgríms Helgasonar og hliðarsjálf hans Grim og teiknum skrípó útgáfur af okkur sjálfum!
Umsjón með smiðju: Ariana Katrín Katrínardóttir